UM OKKUR

Apótekarinn

Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur. 

Í Apótekaranum færðu lægra verð, persónulega, örugga og faglega þjónustu. 

Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur þá endilega sendu okkur upplýsingar um þig ásamt ferilskrá.

SÆKJA UM VINNU

STYRKUMSÓKN

Á hverju ári styrkir Apótekarinn fjölda samtaka og málefna. Það gerum við vegna þess að okkur langar til að styðja þau fjölmörgu góðu málefni sem þarfnast stuðnings. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki styrkt allt.  

Stefna Apótekarans er að styrkja fyrst og fremst málefni sem tengjast:

  • Sjúklingasamtökum
  • Hópum sem minna mega sín í samfélaginu

Þar sem styrktarmálefni eru mörg er ekki sjálfkrafa hægt að búast við styrk á hvert umbeðið skipti þó svo málefni hafi verið styrkt áður.

SÆKJA UM STYRK