UM OKKUR

Apótekarinn

Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur. 

Í Apótekaranum færðu lægra verð, persónulega, örugga og faglega þjónustu. 

Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur þá endilega sendu okkur upplýsingar um þig ásamt ferilskrá.

SÆKJA UM VINNU

Jafnlaunastefna

Tilgangur og markmiðJafnlaunastefnu

Apótekarans er ætlað að tryggja að við ákvörðun launa sé gætt fyllsta jafnréttis. Starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf og skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunar ekki fela í sér kynjamismunun eða aðra mismunun. Stjórnendur Apótekarans skuldbinda sig jafnframt til að viðhalda stöðugum úrbótum á sviði launajafnréttis, hafa eftirlit með viðmiðum og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem kunna að koma upp við rýni á ferlum launaákvarðana.

Jafnlaunastefna Apótekarans er hluti af jafnréttisáætlun fyrirtækisins en tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja að starfsmönnum sé ekki mismunað á nokkurn hátt svo sem vegna kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs eða stöðu að öðru leyti. Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr.150/2020 og tekur breytingum í samræmi við lög um jafnrétti.

Jafnlaunakerfi og gildissvið

Apótekarinn hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. Markmið jafnlaunakerfisins er að tryggja að stjórnendur fyrirtækisins fylgi ferlum sem tryggja launajafnrétti starfsmanna fyrirtækisins.

Við ákvörðun launa skal gæta fyllsta jafnréttis. Starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf (IST 85) og skulu þau viðmið sem lögð eru til grundavallar við launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun. Apótekarinn skuldbindur sig jafnframt til að vinna að stöðugum umbótum á þessu sviði, hafa eftirlit með viðmiðum og bregðast við frávikum sem upp kunna að koma.

Við ákvörðun starfskjara skal tryggt að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar þeirri ákvörðun feli ekki í sér kynjamismun. Það gildir jafnt um lífeyrisframlag, lengd orlofs eða veikindaréttar eða hvers konar annarra starfskjara sem hægt er að meta til fjár.